Vitund hjá almenningi á góðri hönnun eykst með hverju árinu. Það er einfaldlega meiri unaður við það að kaupa, skoða og nota fallega hönnun. Hvort sem það eru fallegar pakkningar, notendavænar heimasíður eða skemmtileg auglýsing þá er fólk líklegra til að bregðast við (e. interact) fallegri hönnun heldur en ekki. Þannig skara fyrirtæki sem kunna að meta góða hönnun fram úr á markaði. Við ákváðum því að taka saman nokkra strauma sem við teljum að eigi eftir að standa upp úr árið 2019.
Skærir litir
Okkur finnst alltaf gaman að leika okkur með skæra og öskrandi liti. Mörg fyrirtæki hafa hins vegar óttast slíkar aðgerðir og valið öruggari leiðir. Á síðasta ári reið Arion banki á vaðið með skærum bláum og bleikum lit í endurmörkun á bankanum. Við teljum ísinn vera brotinn og að önnur fyrirtæki eigi eftir að fylgja í kjölfarið og þora að verða töluvert hugaðri í litarvali.